Grænjaxlar - Fjör á 5 fjöllum

Um gönguhópinn

Fyrir hverja?

Fyrir þig sem langar að koma þér af stað í útivist, fá ferskt fjallaloft og flottan félagsskap undir öruggri leiðsögn þaulvanra fararstjóra.

Þarf ég að hafa einhverja reynslu af því að ganga á fjöll?

Heldur betur ekki, góðir skór og gott skap eru helstu kröfurnar sem eru settar á þig.

Hvað er innifalið?

Faglærðir og hressir leiðsögumenn, kynningarfundur fyrir alla nýliða, við förum yfir búnaðarmál og verðum þér til halds og trausts. Þú verður svo partur af lifandi umhverfi í kringum hópana, Facebook hópur, tölvupóstar, Instagram póstar, myndir til að monta þig af og skemmtilegar sögur í sarpinn. Þar að auki býður Fjallageitin 10-20% afslátt af öllum búnaði sem þig gæti vantað upp á.

Hvert förum við og hvenær?
Þegar þrettándinn er búinn förum við af stað og tökum áramótaheitið með trompi. Þessi fjöll og fell eru þau sem gengið verður á í þessari umferð:
DAGSFJALLVEGALENGDHÆKKUN
Fimmtudagurinn 19. janúarYfirferð og kennsla á búnaðarmálum
Sunnudagurinn 22. janúarBúrfell og Búrfellsgjá6 km217 metrar
Sunnudagurinn 5. febrúarÚlfarsfell4 km250 metrar
Sunnudagurinn 19. febrúarGrímannsfell10 km480 metrar
Sunnudagurinn 5. marsHvaleyrarvatn og Stórhöfði7 km150 metrar

Hvað ef ég vil meira?

Þá er tilvalið að skella sér í 10 Tinda Trítl hópinn. Þú getur annaðhvort bókað þig í hann strax eða bætt honum við Fjörið á 5 Fjöllum þegar þú ert komin af stað þar.

Hvað kostar svo?

34.990 krónur fyrir einstaklinga og svo er auðvitað 10% vina- og makaafsláttur.

10-20% afsláttur

Meðlimir í hópnum fá 10-20% afslátt af vörum hjá Fjallageitinni. Afslættir verða einnig í boði hjá fleiri samstarfsaðilum.

5 fjöll

Fimm fullkomin fjöll til þess að byrja þinn fjallgönguferil á. 

Leiðsögumenn​

Faglærðir leiðsögumenn sem verða þér til halds og trausts hvert skref ferðarinnar.

góður félagsskapur

Enginn fer í fýlu í okkar fjallgöngum. Við hjálpum til að stuðla að lifandi og skemmtilegu samfélagi fyrir þig bæði í netheimum og raunheimum.

vinsamlegast athugið

ATH! Ferðaplön geta breyst eftir veðri. Tímaplönin eru sett inn með fyrirvara um breytingar og birtuskilyrði.
Fjallhalla áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá gönguhópa vegna óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Ekki er hægt að afbóka eftir að verkefni er hafið.

Myndir úr ferðum fjallhöllu

Bóka í hópinn

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.