Hvannadalshnúkur

20.05. -Frá Sandfelli (49.900 krónur)
27.05. – Hnappaleið, keyrt upp í 600-800 metra hæð (59.900 krónur)

Um ferðina

Við bjóðum í samstarfi við heimamenn uppá leiðsögn á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk í Öræfajökli. Ef veðurfarið lofar er útsýnið yfirburða fallegt. Í norðri rísa fjallstoppar uppúr
jökulbreiðunni, skriðjöklar streyma niður hlíðarnar og í suðri eru endalausir svartir
sandar sem bera við Atlantshafið. Ganga á Hvannadalshnúk er krefjandi og
spennandi áskorun sem náttúruunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara!
Gangan hefst eldsnemma við Sandfell, um 10 mínútum frá Skaftafelli. Leiðin sjálf er
um 24 km og gangan tekur að jafnaði 11-15 klst. Fyrsta verkefni dagsins er að
ganga á Sandfellið. Komið er að jöklinum í um 1.100 metrum yfir sjávarmáli og þá
förum við í öryggislínu. Vanalega eru 2-6 manns í línu. Eftir það tekur við löng
brekka. Hún er ekki tæknileg, en tekur á andlega og líkamlega.

Gestir þurfa að vera viðbúnir því að klofa jökulsprungur, en leiðsögumaðurinn þinn
og sérhæfður jöklabúnaður mun tryggja öryggi þitt í ferðinni. Á toppnum hömpum
við sigri og njótum útsýnisins yfir stærsta jökul Evrópu utan heimskautasvæðana.
Við örkum sömu leið niður og endum við reynitréð í Sandfelli.

Mikilvægar upplýsingar:

Nauðsynlegt er að gista í Öræfum nóttina áður, þar sem gangan hefst
eldsnemma morguns og lýkur ekki fyrr en seinni hluta dags.
Við mælum með að vera kominn um eftirmiðdag til þess að ná góðri hvíld fyrir
langan og erfiðan dag.
Algengt er að fara af stað á milli 4 og 5 um nóttina, eftir aðstæðum.
Við erum með kynningarfund klukkan 17 daginn áður, ef þið komist ekki þá
getið þið fengið upplýsingar í gegnum síma og tölvupóst.

Verð

49.900 - 59.900 krónur Einkaferð 200.000 krónur (max 6 manns)
Við bjóðum stærri hópum uppá sérverð.
Hafið samband við info@fjallhalla.is eða 547-9999

Bókun

Hafið samband í síma 547-9999 eða með tölvupóst info@fjallhalla.is

Lengd ferðar

11-15 klst

Brottför

Upphafsstaður Sandfell í Öræfum

Erfiðleikastig

Krefjandi (4+ af 5 mögulegum)

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

24 km og 2000 m hækkun

Innifalið

Leiðsögn og tilheyrandi jöklabúnaður.

sac

Taka meðferðis?

Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Litlu Landmannalaugar

Litlu Landmannalaugar

Reykjanesið býður upp á margar frábærar og fallegar gönguleiðir og fljótlegt er að skjótast þangað á bíl frá Höfuðborgarsvæðinu. Jarðhitasvæðið vestan við Djúpavatn er falin perla, litrík, viðkvæm og falleg. Svæðið minnir að nokkru á Torfajökulssvæðið sunnan Landmannalauga en er smærra í sniðum og litríkir hryggirnir sem minna á Grænahrygg norður af Torfajökli gleðja augað.