Sólstöðuganga á Snæfellsjökul

Um ferðina

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi. Því er lögð mikil áhersla á að skyggni sé gott til að það sé hægt að ferðast um örugglega.
Við munum hittast á Arnarstapa kl 16:00 og fara yfir búnað og gera ferðaplön, við gefum okkur 1 klst í búnaðatékk, svo munum við pakka í pokana fyrir ferðina og fá ferðaupplýsingar. Eftir það setjumst við í bíla og keyrum uppí 500m hæð þar sem við munum hefja gönguna kl 19:00. Fyrir þá sem ætla sér að tjalda er gott að mæta tímanlega og vera búinn að setja upp tjald og ganga frá aðstöðugjöldum áður en búnaðartékk er gert.
Hópurinn mun ferðast á frekar rólegri yfirferð svo að öllum líði vel, við munum gera eina stutta nestispásu áður en við komumst uppí hlíðar Snæfellsjökuls þar sem jökullinn tekur við og förum í línu. Á þessum tímapunkti er gott að næra sig vel, halda á sér hita því við munum halda línufjarlægð restina af ferðinni upp jökulinn. Það eru Ca 2klst frá þeim stað sem við förum í línu uppá topp, við munum leggja mikla áherslu á góða línuferðamennsku og förum yfir á rólegu tempói.
Þegar við komum uppá topp munum við skilgreina áhættusvæði, klæða okkur upp og næra okkur. Gott er að hafa hlýjan klæðnað því það verður mjög napurt á toppinum yfir miðnætti og minnsti vindur getur gert hörkulegar vetraraðstæður. Ef að færð og veður leyfir þá munum við klífa uppí hátind sem stendur í 1446m, en það er brattur kafli sem þarfnast mannbrodda, ísaxa og í flestum tilfellum tryggingar. Við vonumst svo til að frá 23:30 muni miðnætursólin skarta sínu fegursta og í réttum aðstæðum ættum við að hafa góðar sólaraðstæður til 01:00.
Eftir að hafa myndað og notið dýrðarinnar munum við halda niður, ennþá að passa vel uppá línuvinnu. Niðurgangan er einföld en getur tekið á þar sem við munum ferðast yfir nótt og mikilvægt að halda einbeitingu. Við leggjum áherslu að halda næringu góðri og að vera skilvirk í okkar ferðum. Við munum stefna á að vera komin í bíl kl 03:00 og höldum hópinn.
Það ættu allir að vera vel endurnærðir á sál eftir gönguna en líkaminn gæti þurft smá hvíld svo þá er bara að koma sér í náttstað á svæði Arnarstapa sem fyrst. Að vakna í góðri sumarblíðu á Arnarstapa er einstök upplifun og um að gera að skella sér í létta morgungöngu, skoða aðstæður og næra sig vel áður en haldið er aftur heim á leið.

Lengd ferðar

Dagsferð

Í boði

Valdar dagsetningar sumarið 2023

Verð

39.900-, kr.

Hópastærð

2-18 manns

Erfiðleikastig

Yfir meðallagi

Innifalið

Ganga með reyndum leiðsögumanni, drykkir og veisla bíður göngufólks á endastöð.

sac

Taka meðferðis?

Þrjú lög svo hægt sé að bregðast við síbreytilegu veðri. Innra lag sér um að halda okkur þurrum, bómull stranglega bannaður þar sem hann kólnar þegar hann blotnar. Miðlagið er flís eða ull. Ysta lagið verður að vera bæði vatns- og vindhelt. Mikilvægt er að vera í réttum fótabúnaði – vatnsheldum gönguskóm með þar til gerðum sólum. Húfa, vettlingar, treflar, sólgleraugu, sólarvörn, varasalvi og þægilegur bakpoki er nauðsynlegur í allar göngur. Síðast en ekki síst, muna að taka með vatn/vökva, í það minnsta 2L á mann og nesti til að halda orkunni uppi.

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.