Taka meðferðis?
Þrjú lög svo hægt sé að bregðast við síbreytilegu veðri. Innra lag sér um að halda okkur þurrum, bómull stranglega bannaður þar sem hann kólnar þegar hann blotnar.
Miðlagið er flís eða ull.
Ysta lagið verður að vera bæði vatns- og vindhelt.
Mikilvægt er að vera í réttum fótabúnaði – vatnsheldum gönguskóm með þar til gerðum sólum. Húfa, vettlingar, treflar, sólgleraugu, sólarvörn, varasalvi og þægilegur bakpoki er nauðsynlegur í allar göngur.
Síðast en ekki síst, muna að taka með vatn/vökva, í það minnsta 2L á mann og nesti til að halda orkunni uppi.