Hnappur

Keyrt er upp Hnappavallaleið í 700-800 metra hæð og þaðan er gengið upp með jöklinum.

2023 dagsetning: 13.05

Um ferðina

Áður hét jökullinn Hnappafellsjökull, dregið af þessum tindum, eða hnöppum, sem
eru auðsjáanlegir í efstu brúnunum. Eftir eldgosið árið 1362, sem er langmesta
gjóskugos á sögulegum tíma á Íslandi, lagðist byggð af í námunda við fjallið og var
nafninu breytt í Öræfajökul. Það var svo ekki fyrr en árið 1891, í leiðangri á Hnapp í
góðu útsýni, að greinilega sást að Hvannadalshnúkur væri hærri, og úr varð fyrsti
leiðangurinn á hæsta tind Íslands í sömu ferð.

Ferðaáætlun:

Keyrt er upp í 700-800 metra yfir sjávarmáli, hina svokölluðu Hnappavallaleið, á
breyttum jeppa. Aksturinn tekur um 30-60 mínútur. Þaðan er því hækkunin rúmir
1.100 metrar upp með jöklinum. Gangan í heild sinni er um 13-14 km og gert er ráð
fyrir að hún taki um 8-10 klst. Við göngum á sprungnum jökli í línu og með ísaxir,
einnig er möguleiki að við þurfum að ganga í mannbroddum. Í 1.800 metrum erum
við komin upp að öskju Öræfajökuls og þar opnast sjóndeildarhringurinn stórlega.
Við okkur blasir Dyrhamar, Hvannadalshnúkur, Sveinstindur, Snæbreið,
Rótarfellshnúkur og Hnappurinn á hægri hönd. Dýrlegt útsýni!

Mikilvægar upplýsingar:

Nauðsynlegt er að gista í Öræfum nóttina áður, þar sem gangan hefst
eldsnemma morguns og lýkur ekki fyrr en seinni hluta dags.
Við mælum með að vera kominn um eftirmiðdag til þess að ná góðri hvíld fyrir
langan og erfiðan dag.
Algengt er að fara af stað á milli 5 og 6 um nóttina, eftir aðstæðum.
Við erum með kynningarfund klukkan 17 daginn áður, ef þið komist ekki þá
getið þið fengið upplýsingar í gegnum síma og tölvupóst.

Verð

47.900 krónur á mann fyrir opna brottför. 200.000 krónur fyrir private línu (max 6 manns). Hafið samband fyrir stærri hópa og fáið sérverð.

Bókun

Hafið samband í síma 547-9999 eða með tölvupóst info@fjallhalla.is

Lengd ferðar

8-10 klst

Brottför

Frá Fosshótel Glacier Lagoon

Erfiðleikastig

Krefjandi (4 af 5 mögulegum)

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

13-14 km um það bil 1100 m hækkun

Innifalið

Leiðsögn, jöklabúnaður, jeppaskutl.

sac

Taka meðferðis?

Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Litlu Landmannalaugar

Litlu Landmannalaugar

Reykjanesið býður upp á margar frábærar og fallegar gönguleiðir og fljótlegt er að skjótast þangað á bíl frá Höfuðborgarsvæðinu. Jarðhitasvæðið vestan við Djúpavatn er falin perla, litrík, viðkvæm og falleg. Svæðið minnir að nokkru á Torfajökulssvæðið sunnan Landmannalauga en er smærra í sniðum og litríkir hryggirnir sem minna á Grænahrygg norður af Torfajökli gleðja augað.