Fjallaáskrift

Kynningarverð, aðeins 3.990 kr. á mánuði

NÆST Á DAGSKRÁ: SKÁLAFELL Á HELLISHEIÐI 1. OKT

Taktu skrefið áfram og upp á við í útivist sem ræktar líkama og sál.

Eitt fjall á mánuði allan ársins hring

Myndir og myndefni úr öllum ferðum

Erfiðleikastig: Létt til miðlungs. Hentar vel fyrir byrjendur.

Fjölbreytt fjallaval á höfuðborgarsvæðinu og í grennd þess

Göngutími er yfirleitt á bilinu 2-4 klukkustundir

20-50% afsláttur af öllum dagsferðum Fjallhöllu

Hægt er að segja áskriftinni upp hvenær sem er - aðeins 2 mánaða uppsagnarfrestur

Sérkjör og afsláttur á útivistarfatnaði og búnaði

Göngur hefjast öllu jafna fyrsta sunnudag hvers mánaðar (eins og veður leyfir)

Upphafstími maí-sept: 09:00-10:00
Upphafstími okt-apríl: 11:00-12:00

SKILMÁLAR

  • Fjallhalla skuldbindur sig til að þjónusta eina göngu á mánuði allan ársins hring.
  • Lagt er upp með að göngurnar hefjist fyrsta sunnudag hvers mánaðar þó eru gerðar undantekningar á þeirri reglu t.d ef um rauða daga er að ræða eða fresta þurfi göngu vegna veðurs.
  • Göngur hefjast milli klukkan 9:00-10:00 yfir bjartari mánuðina og milli klukkan 11:00-12:00 þegar dimma tekur til þess að hefja göngurnar í betri birtu skilyrðum.
  • Þegar um rauðan dag er að ræða þá er gangan almennt færð á næsta sunnudag
  • Ef fresta þarf göngu vegna veðurs er hún færð yfir á annan sunnudag í sama mánuði með tilliti til veðurspár.
  • Hægt er að hefja Fjallaáskrift hvenær sem er og skrá sig á næsta viðburð  svo lengi sem mánaðargreiðsla hefur borist fyrir göngu þess mánaðar
  • Skrá þarf mætingu inn á þar til gerðum viðburði sem Fjallhalla auglýsir.
  • Ef skráningarskylda er ítrekað hunsuð getur það leitt til þess að samningi verði rift.
  • Fjallhalla Adventurers tryggir hvorki meðlimi né búnað eða fatnað þess enda ferðast þeir á eigin ábyrgð. Við mælum með að meðlimir kynni sér bæði slysatryggingar og tryggingar á búnaði/fatnaði hjá sínu tryggingafélagi 

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR:

    • Greiddur er einn mánuður og í framhaldinu gerir viðskiptavinur samning með 2 mánaða bindingu.
    • Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi og er staðgreiðsla.
    • Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðast mánaðarlega samkvæmt kaupdegi.
    • Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu.
    • Uppsagnafrestur er tveir mánuðir og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.
    • Áskriftargjaldið er innheimt í hverjum mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn.
  • Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp.
  • Fjallhalla áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári sem um nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki Fjallhalla gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

Uppsögn

  • Hægt er að segja upp ótímabundnum samningum skriflega með því að senda póst á info@fjallhalla.is, ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti. Mánaðargjöld eru ekki endurgreidd, óháð mætingu.