Um ferðina

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi af góðri ástæðu.  Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á stórbrotnu landi þar sem hver hápunkturinn tekur við af öðrum. Meðal annars er farið yfir nýmyndað land, Goðahraun sem myndaðist í gosinu í Eyjafjallajökli 2010 sem gígarnir Magni og Móði sköpuðu.

Gengið er frá Skógarfossi að Þórsmörk 25 km leið. Þórsmörk er nefnd eftir guðinum Þór og synir hans voru einmitt Magni og Móði. Í nafninu Fimmvörðuháls felst að það eru fimm vörður á leiðinni, sem vísuðu fólki rétta leið, einskonar áttavitar. Íslendingar setja oft nýjan stein í vörðuna þegar farið framhjá í eins konar þakklætisskyni fyrir að vísa veginn.

Lagt er af stað við Skógarfoss og gengið upp í hlíðina. Fjölmargir fallegir fossar eru á þessari leið.

Gengið er á hrauni, jökli, öskulagi, grösugu landi og á söguslóðum. Áð er í skálum á leiðinni og borðaður hádegismatur. Haldið áfram í námunda við Mýrdalsjökul. Frá gígunum Magna og Móða, liggur leiðin niður á við og farið yfir Kattahryggi og göngunni lokið í hinni fallegu gróðurvin, Þórsmörk.

Lengd ferðar

Yfirleitt má reikna með 8 – 10 klukkutímum, en það fer eftir getu göngumanna, hve oft er stoppað og eftir veðri.

Brottför

Hittumst við Skógafoss. Hafið samband til þess að kanna möguleika á rútu.

Verð

29.900 krónur

Árstími ferða

Maí-September

Erfiðleikastig

Krefjandi

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

25 km um það bil 1000 m hækkun

Innifalið

Fræðandi leiðsögn með reyndum leiðsögumanni. Hafið samband fyrir rútu úr Reykjavík.

sac

Taka meðferðis?

Gönguskó og föt (ekki bómull), vatnsheld föt ef veður breytist, nesti og vatn.

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.