Um ferðina

Náttúruundrið Grænihryggur, ein helsta perla Landmannalauga er sjónarspil sem allir ættu að bera augum.

Gengið verður frá Kýlingum inn Halldórsgil og upp á barminn fyrir ofan Sveinsgil. Af barminum er gengið niður í Sveinsgil. Þaðan liggur leiðin inn hrygginn milli Svigagils og Sveinsgils. Af honum er haldið niður að Grænahrygg sem er innarlega í Sveinsgili.  Frá Grænahrygg er síðan gengið nokkra leið eftir Hryggnum milli gilja. Þaðan er ómótstæðilegt útsýni yfir undraheima Jökulgils og Þrengslanna. Leiðin liggur síðan niður af Hryggnum milli gilja í Sveinsgilið. Þaðan er vaðið út Sveinsgilið (áin vaðin um sex til átta sinnum) og haldið sömu leið til baka upp á Barminn og niður Halldórsgil að upphafsstað göngunnar.

Hvers vegna er Grænihryggur grænn? Grænihryggur er myndaður af ríolíti (líparíti) sem hefur orðið fyrir áhrifum af staðbundnu uppstreymi brennisteinssýru þegar eldvirkni var mikil á Torfajökulssvæðinu. Litbrigði ríólítsins, sem brennisteinssýran hefur leikið um fyrir nokkur hundruð þúsund árum, eru þannig að þeim er vart hægt að lýsa. Brennisteinsalda við Landmannalaugar er besta dæmið þar um.

Sjón er sögu ríkari, hlökkum til að sjá ykkur!

Lengd ferðar

Um það bil 8-10 tíma ganga

Brottför

Morgunbrottför

Verð

29.900 krónur

Árstími ferða

Júlí-September

Hópastærð

2-30 manns

Erfiðleikastig

Krefjandi

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

Gengið er um það bil 17 km

Innifalið

Fræðandi og örugg leiðsögn með reyndum leiðsögumanni. Hafið samband til að bæta við rútuferð frá Reykjavík og tilbaka

sac

Taka meðferðis?

Góðir gönguskór, mjúkir sokkar, aukareimar, vaðskór, lítið handklæði, ullarsokkar, nærföt úr ull eða flís, peysa úr ull eða flís, göngubuxur, húfa, vettlingar, buff um hálsinn, vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður, nesti, vatn, göngustafir, sólgleraugu, sólarvörn, hælsærisplástur, salernispappír, blautþurrkur og myndavél / síma.

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.