Fjallhalla

Þín tenging við íslenska náttúru

Gönguhópar

Gönguhóparnir okkar sívinsælu henta þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallgöngu og útivist og þeim sem eru lengra komnir og vilja halda áfram að styrkja samband sitt við íslenska náttúru. Komdu með okkur í útivist og líkamsrækt sem rækta bæði líkama og sál!

Gönguferðir

Við bjóðum upp á úrval gönguferða, bæði stuttar dagsferðir fyrir byrjendur og lengri gönguferðir fyrir reyndari. Allar gönguferðirnar okkar eru með reyndan leiðsögumann. Við getum ráðlagt þér varðandi fatnað og búnað sem þarf í hverri ferð.

Jöklaferðir

Jöklaferðirnar okkar eru frá 4 klukkustundum til dagsferða. Við hittumst á staðnum og útvegum þér sérhæfðan jökla búnað, kennum þér hvernig á að nota hann áður en lagt er á jökulinn. Við bjóðum ferðir fyrir alla getu og reynslu og erum fús til að ráðleggja um hvaða jöklaferð hentar þér best.

Sérhæfð í ævintýrum

hérlendis

Göngu- og skoðunarferðir utan alfaraleiða með reyndum leiðsögumönnum sem leggja sig fram um að gera minningu þína um landið ógleymanlega. Við elskum útivist og viljum hjálpa öllum við að ná tengingu við íslenska náttúru. Gönguferðir eru ástríða okkar og við viljum gjarnan sýna þér uppáhalds staðina okkar!
Við einbeitum okkur að litlum hópferðum með fjölbreyttu sniði á Íslandi. 

Margs konar ferðir

Fjallhalla býður uppá margs konar ferðir um Suðvestur horn Íslands. Gönguferðir, jöklaferðir, norðurljósaferðir og fleira.

Leiðsögumenn

Við leggjum ríka áherslu á að hafa reynslumikla og menntaða leiðsögumenn sem tryggja að ferðin verði örugg og eftirminnileg.

Þjónusta

Við erum stolt af því að vera þín tenging við náttúru Íslands. Við sérsníðum ferðir að þér og bjóðum persónulega þjónustu.

Umhverfisvæn

Okkur er annt um náttúruna. Við leggjum áherslu á að ekkert sé skilið eftir í okkar ferðum og hvetjum göngufólk til að leggja sitt af mörkum.

Fáið upplýsingar um nýjar ferðir