Áfram Gakk 2023

Um ferðina

Fyrir hverja?

Þessi hópur er frábær fyrir þá sem vilja hafa góða fjalla rútínu í sínu lífi. Fullkomin blanda af miðlungs erfiðum fjöllum þar sem þú bætir fjallaformið jafnt og þétt og undirbýrð þig enn betur fyrir meiri krefjandi og spennandi fjallaferðir um náttúruperlur Íslands undir öruggri leiðsögn þaulvanra fararstjóra.

Þarf ég að hafa einhverja reynslu af því að ganga á fjöll?

Það er æskilegt að þú hafir einhverja reynslu af því að ganga á fjöll og/eða stundir reglulega hreyfingu. Ekki hika við að hafa samband í s. 547-9999 og við veitum þér nánari upplýsingar um hópinn.

Hvað er innifalið?

  • Faglærðir og hressir leiðsögumenn.
  • Kynningarfundur fyrir alla nýliða.
  • Við förum yfir búnaðarmál og verðum þér til halds og trausts.
  • Við aðstoðum þig við að setja upp ýmis öpp tengd útivstinni, s.s fyrir öryggi,rötun, fræðslu og staðarhætti svo eitthvað sé nefnt.
  • Þú verður svo partur af lifandi umhverfi í kringum hópana, Facebook hópur, tölvupóstar, Instagram póstar, myndir til að monta þig af og skemmtilegar sögur í sarpinn.
  • Þar að auki býður Fjallageitin 10-20% afslátt af öllum búnaði sem þig gæti vantað upp á.

Hvert förum við og hvenær?

Við förum af stað inn í nýja árið með tilbúna dagskrá fyrir þig sem tryggir að þú haldir þér í skemmtilegri rútínu fulla af upplifunum og takir áramótaheitið með trompi.

Þessi fjöll eru þau sem gengið verður á í þessari umferð:

GöngudagarFjöll / GöngurHæð
Lau 14. JanBláfjöllHáð aðstæðum
Lau 4. FebLaugarvatnsfjall609m
Lau 4. MarsHábunga914m
Mið 15. MarsÞorbjörn243m
Lau 25. MarsLómagnúpur767m
Lau 15. AprílHafnarfjall844m
Mið 19. aprílBlákollur532m
Lau 6. MaíLjósufjöll1063m
Mið 17. MaíBúrfell Grímsnes534m
Lau 27. MaíKristínartindar1126m

 

Bóka áfram gakk

Aðrar gönguferðir

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul með Fjallhalla Adventurers

Sólstöðuganga

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Reykjadalur

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.